Námskeið fyrir þá sem vilja virkja bæjarlækinn
Námskeiðið er ætlað einstaklingum, fyrirtækjum, landeigendum og bændum sem vilja virkja bæjarlækinn í smáum en hagkvæmum stíl. Ef vel tekst til er stefnt á að fara með námskeiðið Orkubóndann um landið á næstu misserum.
Á námskeiðinu munu sérfræðingar ræða um virkjanir og virkjanakosti og tími gefst til að ræða ítarlega við þá. Stjórnandi námskeiðsins verður eins og fyrr Þorsteinn Ingi Sigfússon eðlisfræðiprófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Dagskrá Orkubóndans 2 á Höfn
11:00 Endurnýjanleg orka útskýrð; Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
11:20 Virkjun strauma; Geir Guðmundsson verkfræðingur, verkefnisstjóri við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
12:10 Stuðningur við eigin virkjanir; Sigurður Ingi Friðleifsson forstöðumaður Orkuseturs
12:40 Hádegisverður
13:15 Virkjun bæjarlæksins; Bjarni Jónsson Malmquist, BMJ Energy
14:30 Reynslusögur frá Orkubónda I: Jón Sveinbjörnsson verkfræðingur hjá Verkís
15:00 Íslenskir sjávarfallahverflar; Valdimar Össurarson framkvæmdastjóri Valorku
15:40 Umræður og fyrirspurnir fundarmanna
16:00 Kaffi og fundarlok
Þáttökugjald er 3.500 krónur og innifalið í því er hádegisverður og kaffi. Hægt er aðskrá sig á vef Nýsköpunarmiðstöðvar
Saga Orkubóndans
Á haustmánuðum ársins 2009 fór Nýsköpunarmiðstöð Íslands af stað með námskeiðið Orkubóndinn og var það námskeið ætlað þeim sem vildu framleiða eigin orku. Vaxandi áhugi er fyrir því að beisla orku, hvar sem hana er að finna og á Íslandi er ógrýnni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og er hægt að nýta. Því var farið að stað með Orkubóndann til að koma til móts við áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa áhuga á að beisla orkuna heima fyrir. Námskeiðið var haldið víða um land og sóttu um 800 manns námskeiðin sem þóttu takast afar vel.