Fréttir


Jarðhitaskólinn heldur námskeið í Kenía

14.11.2014

Jarðhitaskólinn heldur stutt námskeið um jarðhitaleit í Kenía nánar tiltekið við Bogoria vatn og Naivasha vatn. Námskeiðið byrjaði þann 2. nóvember og því lýkur með athöfn þann 23 nóvember.

Námskeiðið sem nú er í gangi er sérstaklega sniðið fyrir unga jarðvísindamenn og verkfræðinga sem eru að vinna við jarðhita eða stefna að því að vinna á því sviði.  Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, KenGen og GDC (jarðhitafyrirtæki í Kenía) standa að námskeiðinu.  Námskeiðið er hluti af námskeiðaröð um jarðhitaleit sem fellur innan ramma Þúsaldarnámskeiða Jarðhitaskólans sem hafa verið árlegur viðburður í Kenía síðan 2005 og í El Salvador síðan 2006

Alls eru 58 einstaklingar frá 18 löndum sem sitja námskeiðið nú í nóvember. Þeir koma frá Burundi (1), Cameroon (1), the Comoros (2), Djibouti (2), D.R. Congo (2), Eritrea (1), Ethiopia (3), Malawi (1), Mozambique (1), Nigeria (1), Rwanda (2), Sudan (2), Tanzania (3), Uganda (3), Zambia (1), Yemen (1), Zimbabwe/S-Africa (1) og 30 þátttakendur frá dvalarlandinu Kenía.

Formleg opnunarhátíð var í Naivasha en hana sótti David Chirchir, Cabinet Secretary úr orkumálaráðuneyti Kenía. Dr. Silas Simiyu, forstjóri GDC og Geoffrey Muchemi framkvæmdastjóri jarðhitaþróunar hjá KenGen. Í opnunarræðum sínum lögðu þeir áherslu á mikilvægi þessara námskeiðaraða fyrir héraðið og hversu stórt hlutverk þær spila í frekari uppbyggingu og þróun jarðhita í Austur-Afríku og sérstaklega í Kenía og geta þannig stuðlað að því að koma jarðhita á kortið í Austur-Afríku og jafnvel í öðrum hlutum Afríku.