Raforkuflutningsvirki milli Hellu og Hvolsvallar
Orkustofnun veitti Landsneti þann 1. október síðastliðinn leyfi til að leggja 66 kV raforkuflutningsvirki milli Hellu og Hvolsvallar
Landsnet hyggst endurnýja núverandi háspennulínu með því að leggja 66 kV jarðstreng. Núverandi háspennulína er 66 kV loftlína sem reist var árið 1948 og fer að þarnast endurnýjunar. Línan samræmist illa því skipulagi sem nú er til staðar meðal annars vegna færslu á þjóðvegi eitt og því hefur Landsnet ákveðið að leggja jarðstreng í stað loftlínu á milli Hellu og Hvolsvallar. Gert er ráð fyrir því að jarðstrengur muni leysa ofangreind mál og auka flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.
Fyrirhugað er að leggja ljósleiðararör meðfram strengnum sem verður um 13 kílómetra langur.
Leyfið er veitt á grundvelli þeirra gagna er fylgdu leyfisumsókn Landsnets hf. og með fyrirvörum er fram koma í fylgibréfi með leyfisbréfi Orkustofnunar.