Fréttir


Í krafti vindsins

3.10.2014

Fyrsta miðvikudagserindi vetrarins er frá Biokraft og fjallar um tvær vindmyllur sem nýlega voru settar upp í Þykkvabæ. Snorri Sturluson frá Biokraft flytur erindið þann 22. október klukkan 12:00 í Orkugarði, Grensásvegi 9.

Formleg gangsetning vindmyllanna var í lok september rúmlega tveimur mánuðum eftir að Orkustofnun veitti virkjunarleyfið.

Orkustofnun veitti Biokraft virkjunarleyfi fyrir tveimur 600 kW vindrafstöðvum í Þykkvabæ þann 8. júlí síðastliðinn. Formleg gangsetning vindmyllanna var þann 23. september síðastliðinn og hafa þær báðar hafið raforkuframleiðslu og sölu inn á landsnetið. Vindmyllurnar keyra á fullum krafti og hefur raforkuframleiðsla gengið vel.

Vindrafstöðvar Biokraft heita Vestas V44 og framleiða 600 kW hvor. Vindmyllurnar eru 53 metra háar, þvermál á vængjum er 44 metrar og í toppstöðu er hver mylla 74 metrar.

Allir eru velkomnir á miðvikudagserindið í Orkugarði