Fréttir


Orkustofnun gefur út skýrslu um starfsemi raforkueftirlits

25.9.2014

Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi stofnunarinnar sem lýtur að eftirlitsþáttum með raforkufyrirtækjum, rekstrarumfangi vegna ársins 2013, áætluðu og endurskoðuðu rekstrarumfangi vegna ársins 2014 og áætlun um kostnað vegna eftirlitsins árið 2015.

Orkustofnun er skylt að skila skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna eftirlits á grundvelli raforkulaga fyrir 15. september ár hvert. Í skýrslunni er jafnframt lagt mat á þróun eftirlitsins undanfarin þrjú ár.

Skýrsluna má finna hér