Fréttir


Nýtingarleyfi á jarðhita í Flóahreppi

24.9.2014

Orkustofnun veitti Selfossveitum nýtingarleyfi á jarðhita í landi Stóra Ármóts, Flóahreppi þann 9. september síðastliðinn. 

Með leyfinu er Selfossveitum heimilt að nýta jarðhita, 130 l/s af meðalvatnstöku og allt að 180 l/s í hámarksvinnslu af 75°C-90°C heitu vatni á tilgreindu svæði.

Boranir vegna grunnvatnsnýtingar eru ekki matsskyldar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Aðrar framkvæmdir leyfishafa kunna eftir atvikum að vera matsskyldar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar með talið vinnsla grunnvatns og vatnsleiðslur utan þéttbýlis.

Frekari upplýsingar má finna í leyfinu