Fréttir


Sérfræðingur við eftirlit vegna olíuleitar- og vinnslu hefur störf hjá Orkustofnun

8.9.2014

Starf sérfræðings/verkefnisstjóra við eftirlit með framkvæmdum vegna olíuleitar og -vinnslu var auglýst laust til umsóknar í júlí og hefur dr. Kristján Geirsson verið ráðinn til starfsins.

Starf sérfræðings/verkefnisstjóra við eftirlit með framkvæmdum vegna olíuleitar og -vinnslu var auglýst laust til umsóknar 10. júlí síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 28. júlí.

Alls bárust níu umsóknir um starfið og var dr. Kristján Geirsson jarðfræðingur ráðinn til starfsins.