Fréttir


Fyrirlestrar í Orkugarði á vegum Jarðhitaskólans

14.8.2014

Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Malcolm Grant,  mun flytja fyrirlestra í Víðgelmi í Orkugarði, Grensásvegi 9, dagana 25-29. ágúst klukkan 9:00-10:15.

Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er nýsjálenski forðafræðingurinn Dr. Malcom Grant.

Dr. Grant er með doktorsgráðu í hagnýtri stærðfræði frá MIT og hefur unnið að ýmsum sérfræði- og stjórnunarverkefnum á sviði jarðhita og verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá árinu 1994. Hann hefur komið að rannsóknum og nýtingu á 76 jarðhitasvæðum í 14 löndum á starfsferli sínum.

Dr. Grant er einn virtasti vísindamaðurinn á sviði forðafræði jarðhita og hefur ritað fjölda verka á því sviði og er skemmst að minnast bókarinnar Geothermal Reservoir Engineering sem hann ritaði ásamt Paul F. Bixley sem er ein helsta kennslubókin á þessu sviði.

Dagskrá fyrirlestranna er eftirfarandi:

Monday August 25 9:00-10:15      Interpretation of downhole measurements
Tuesday August 26  9:00-10:15      Interpretation of spinner results
Wednesday August 27  9:00-10:15      Measuring reservoir permeability
Thursday August 28  9:00-10:15      Conceptual models of geothermal fields
Friday August 29  9:00-10:15      Reservoir modelling
   10:30-11:45      Case History for Kawerau, New Zealand

 Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og án endurgjalds