Fréttir


Raforkuvinnsla í júní 2014

29.7.2014

Heildarvinnsla raforku í júní mánuði var 1.439 GWh.

Raforkuvinnsla (án eiginnotkunar og dreifitapa) fer niður milli mánaða, var 1.493 GWh í maí en er 1.412 GWh í júní (sjá mynd 1). Lækkunin nemur rúmum 5% eða um 81 GWh. Í júní var minni vinnsla með vatnsorku (fallorku), jarðhita og vindorku (sjá myndir 2, 3 og 4).   

Vinnsla með vatnsorku (fallorku) var 1.024 GWh eða um 73% af heildinni. Vinnsla með jarðhita var 388 GWh eða um 27% af heildinni. Raforkuvinnsla með vindorku var 0,2 GWh og er vinnslan ennþá það lítil að hún er brot úr prósenti (sjá mynd 5).

Mynd 1: Raforkuvinnsla fer lækkar milli mánaða. Vinnslan er aðeins hærri heldur en fyrir ári síðan. Þá var hún 1.390 GWh.

Mynd 2: Raforkuvinnsla með vatnsorku fer niður milli mánaða, var 1.054 GWh í maí en 1.024 GWh í júní.


Mynd 3: Raforkuvinnsla með jarðhita lækkar töluvert milli mánaða. Í maí var vinnslan 439 GWh en 388 GWh í júní. Í júní 2013 var vinnslan 376 GWh.

Mynd 4: Raforkuvinnsla með vindorku lækkar yfir sumartímann og var 0,2 GWh í júní. Á veturna eykst hitamunur frá tempruðu svæðum norðurhvels og öflugar lægðir. Yfir sumartímann er lægðagangur minni.

Mynd 5: Í júní var raforkuvinnsla með vatnsorku 73%, jarðhita 27 % og vindorku innan við 1%.

Gögn sem myndirnar byggja á