Fréttir


Raforkuvinnsla í maí 2014

15.7.2014

Heildarvinnsla raforku í maí mánuði var 1.493 GWh.

Raforkuvinnslan fer nokkuð upp milli mánuða en í apríl var vinnslan 1.364 GWh og nemur aukningin því um 9,5% (sjá mynd 1). Léleg vatnsstaða í uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana skiptir þar mestu máli. Í maí árið 2013 var heildarvinnsla raforku 1.474 GWh eða um 1,3% lægri en í maí sl.

Vinnsla með vatnsorku (fallorku) var 1.054 GWh eða um 71% af heildinni. Vinnsla með jarðhita var 439 GWh eða um 29% af heildinni. Raforkuvinnsla með vindorku var 0,4 GWh og er vinnslan ennþá það lítil að hún nær ekki upp í 1% (sjá mynd 2).

Mynd 1: Raforkuvinnsla í maí mánuði er örlítið hærri en fyrir ári síðan. Líkt og myndin ber með sér er raforkuvinnsla töluvert árstíðarbundin og nær hápunkti um hávetur.


Mynd 2: Um 71% af raforkuvinnslunni í maí var með vatnsorku og 29% með jarðhita. Vinnsla rafmagns með vindorku er skammt á veg komin og er ennþá innan við 1% af heildinni.


Gögn sem myndirnar byggja á