Orkustofnun gefur út virkjunarleyfi fyrir vindrafstöðvum í Þykkvabæ
Við undirbúning útgáfu leyfisins var málsmeðferð hagað eftir ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 og reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005.
Umsókn Biokraft ehf. um virkjunarleyfi var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, sbr. 3. mgr. 34. gr. raforkulaga og 3. mgr. 8. gr. áðurnefndrar reglugerðar, með auglýsingu, dags. 5. maí sl. Þar gafst þeim aðilum sem málið varðar færi á því að kynna sér umsóknina og koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Engar athugasemdir bárust.
Framkvæmdir á grundvelli leyfisins skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 28. febrúar 2015. Virkjun á grundvelli leyfisins skal vera komin í rekstur innan 15 ára frá útgáfu leyfisins, sbr. 2. mgr. 4. gr. raforkulaga.