Fréttir


Rúmensk sendinefnd kynnir sér jarðhita og vatnsafl á Íslandi

6.5.2014

Opnað var fyrir umsóknir um styrki úr uppbyggingarsjóði EES til hitaveitna og vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu fyrr á árinu. Í tilefni þess var rúmenskum fyrirtækjum boðið að koma til Íslands á vegum sjóðsins til þess að kynnast íslenskum fyrirtækjum með það að markmiði að stofna til frekara samstarfs ýmist á sviði jarðhita eða vatnsafls. Um 16 manna sendinefnd frá Rúmeníu er nú hér á landi. 

Á morgun miðvikudaginn 6. maí mun Robert Cavriliuc Ionel prófessor frá Rúmeníu halda erindi um orkumál í Rúmeníu og þau tækifæri sem rúmenskum fyrirtækjum bjóðast í gegnum sjóðinn. Mari Cajvan frá rúmenska orkusjóðnum mun opna fundinn.

Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 13:00 í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9.