Fréttir


Skólasetning Jarðhitaskólans í dag

29.4.2014

Nemendur frá ýmsum heimshornum voru boðnir velkomnir í skólann í dag þann 29. apríl.

Skólasetningin fór fram í Víðgelmi fyrirlestarsal Orkugarðs. Að þessu sinni koma nemendur frá 14 löndum en um þrjátíu nemendur munu stunda nám við skólann næstu mánuði.

Forstöðumaður Jarðhitaskólans, Lúðvík S. Georgsson, bauð nemendur velkomna og hélt stutta tölu og nemendur kynntu sig.  Sömuleiðis bauð Orkumálastjóri Dr. Guðni Jóhannesson þá velkomna.

Nemendurnir starfa flestir hjá orkufyrirtækjum í sínum heimalöndum. Markvisst er stefnt að því að þeir geti nýtt þá þekkingu sem skólinn hefur upp á að bjóða í sínum störfum í heimalöndunum.

Þriðjungur nemenda er konur en fjölgun kvenna í nemendahópi Jarðhitaskólans er ánægjuefni segir Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans.

Kennsla hefst strax í dag og stendur yfir í sex mánuði.