Fréttir


Sparnaður ársins 2012 vegna hitaveitu nam 112 milljörðum króna

15.4.2014

Orkustofnun hefur reiknað út kostnaðinn fyrir heimilin í landinu ef áfram hefði verið kynnt með olíu í stað hitaveitu. Uppsafnaður núvirtur sparnaður nam 2300 milljörðum króna frá árinu 1914-2012.

Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunarinnar. Orkustofnun er jafnframt að vinna að skýrslu um málið sem verður gefin út síðar.

Hér gefur að líta graf sem sýnir hvernig þróunin hefur orðið og hversu mikill sparnaðurinn hefur verið.