Fréttir


Orkuáætlun sett á Azoreyjum

1.4.2014

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setti orkuáætlun á Azoreyjum í gær. Í fylgd ráðherra var um 13 manna íslensk sendinefnd til að efla tvíhliðasamstarf milli ríkjanna.

Orkustofnun og utanríkisráðuneytið hafa undirbúið áætlunina í samstarfi við fulltrúa portúgalska ríkisins og Uppbyggingarsjóðs EES.

Sérverkefni orkuáætlunarinnar, jarðvarmavirkjun á Terceira eyjunni, er afrakstur vinnu utanríkisráðuneytisins og Orkustofnunar með Portúgölskum yfirvöldum. Jarðboranir boruðu allar holurnar sem verða nú virkjaðar í fyrstu jarðvarmavirkjun eyjunnar og Ísor kemur að borholumælingum.

Með ráðherra í för voru fulltrúar frá Þróunarsjóðnum, Orkustofnun, Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Mannviti, Eflu, Verkís, Green Energy Group og Ísor og kynntu íslensku fyrirtækin starfsemi sína á ráðstefnu í tilefni opnunar orkuáætlunarinnar.

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna mun í kjölfarið á þessu samstarfi fá til sín nemendur í fyrsta skipti frá Azoreyjum.

Nánari upplýsingar um orkuáætlunina má finna hér