Fréttir


Orkustofnun gefur út virkjunarleyfi fyrir Þeistareykjavirkjun

31.3.2014

Orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi fyrir 100 MW Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsveit þann 28. mars síðastliðinn. Samtímis var gefið út nýtingarleyfi á grunnvatni til notkunar við hina fyrirhuguðu virkjun og nýtingarleyfi á jarðhita vegna virkjunarinnar.

Leyfið er veitt með skilyrðum um leyfilegan niðurdrátt og með hvaða hætti skuli bregðast við ef viðbrögð við vinnslu eru ekki í samræmi við spár. Leyfið er gefið út til 60 ára, nema að forsendur leyfisveitingarinnar breytist og sýnt sé fram á að óbreytt nýting hafi skaðleg áhrif á jarðhitageyminn eða grunnvatn með vísan til ákvæða laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Við undirbúning að útgáfu leyfisins var leitað umsagnar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Þingeyjarsveitar en fyrir liggur samningur við landeigendur um orkunýtingarréttindi og landréttindi.

Leyfið og önnur fylgiskjöl má finna hér.