Fréttir


Upptökur frá morgunfundinum Vatnið og orkan 2014

17.3.2014

Morgunfundur var haldinn í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins þann 7. mars síðastliðinn. Rúmlega 150 manns sóttu fundinn. Hægt er skoða upptökur frá fundinum hér.

Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, hélt erindi um sjálfbærnivísa fyrir vatnsafl og jarðhita og velti því fyrir sér hvernig þeir geti nýst við skipulags- og framkvæmdaáætlanir á Íslandi.

Aðrir fyrirlesarar voru Jörg Hartmann sjálfstæður ráðgjafi, Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands sem fjallaði um loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á vatnafar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur.

Áhugaverðar umræður urðu í lok fundarins þar sem gestum gafst tækifæri til að spyrja fyrirlesarana spjörunum úr.

Alþjóðadagur vatnsins, sem er síðar í marsmánuði, er undir verndarvæng Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og er dagurinn á þessu ári helgaður vatni og orku.  Það var Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofan og Landsvirkjun sem stóðu fyrir ráðstefnunni í tilefni af alþjóðadegi vatnsins.