Fréttir


Raforkunotkun ársins 2013

17.3.2014

Almenn notkun eykst að nýju en flutningstöp aukast um 10% milli ára

Árið 2013 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 18.116 GWh og jókst um 3,2% frá fyrra ári. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 13.980 GWh á árinu 2013 sem er 3,2% aukning frá fyrra ári og var aukning hjá öllum stóriðjufyrirtækjunum. Almenn notkun (forgangs- og skerðanleg orka) jókst um 2,7% og nam 3.763 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 374 GWh og jukust um 10,1% vegna mikilla flutninga um byggðalínuna til Austurlands á fyrri hluta ársins.

Síðasta ár var nokkuð kaldara en árið á undan og kallar það á aukna raforkunotkun frá fyrra ári (tölur leiðréttar út frá lofthita eru sýndar innan sviga þar sem slíkt á við). Fjölgun fólks og aukin framleiðsla í atvinnulífinu kallar einnig á aukna raforkunotkun en á síðasta ári stóð notkun almennrar forgangsorku í stað á höfuðborgarsvæðinu en aukning var í öðrum landshlutum nema á Austurlandi. Ef horft er á þróun notkunar innan ársins kemur fram að notkunin minnkaði á fyrsta ársfjórðungi en aukning var á öðrum og þriðja ársfjórðungi en enginn vöxtur var svo á fjórða ársfjórðungi. Almenn notkun forgangsorku er ennþá minni en hún var árið 2008. Raforkuvinnsla á landinu í hlutfalli við fólksfjölda var 55,7 MWh/íbúa en almenn notkun með dreifitöpum var 11,6 MWh/íbúa.

Fréttatilkynning frá Raforkuhóp Orkuspárnefndar

Excel skjal