Fréttir


Haukur Tómasson fyrrverandi forstjóri Vatnsorkudeildar Orkustofnunar er látinn 

3.3.2014

Haukur kom að undirbúningi og frumhönnun allra helstu vatnsaflsvirkjana á landinu.

Að afloknu jarðfræðinámi í Stokkhólmi 1959 hóf Haukur störf hjá raforkumálastjóra, varð deildarstjóri í mannvirkjajarðfræði við Orkustofnun 1966 - 1980 og forstjóri vatnsorkudeildar OS frá 1980 -1997. Hann sinnti síðan ýmsum sérverkefnum við Orkustofnun þar til hann lauk störfum í byrjun árs 2002.  

Við vottum aðstandendum hans og starfsfélögum okkar fyllstu samúð.