Fréttir


Orkustofnun veitir RARIK nýtingarleyfi á heitu vatni í landi Reykja í Húnavatnshreppi

14.2.2014

Í samræmi við lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu veitti Orkustofnun, þann 5. febrúar síðastliðinn, RARIK nýtingarleyfi á allt að 70 l/sek meðalvatnstöku af 73-74°C heitu vatni.

Nýtingarsvæðið er í landi Reykja í Húnavatnshreppi fyrir hitaveitu RARIK í Húnavatnshreppi, á Blönduósi og á Skagaströnd og til býla þar á milli.

Sjá meðfylgjandi leyfi og fylgibréf.