Fréttir


Vefur OS tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna í flokki opinberra vefja

23.1.2014

Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim rétt um 150 verkefnum sem tilnefnd voru til Íslensku Vefverðlaunanna að þessu sinni.

Í flokknum opinberir vefir eru auk Orkustofnunar, Matís, Fjársýsla ríkisins, Vinnueftirlitið og Visit Reykjavík tilnefnd.

Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Íslensku vefverðlauna 2013 verða föstudaginn 31. janúar kl. 17.00 í Gamla-bíó, Ingólfsstræti.