Orkustofnun gefur út leyfi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu næsta miðvikudag
Leyfishafar eru fyrirtækin CNOOC Iceland, Eykon Energy og Petoro Iceland. Með þessari þriðju leyfisveitingu Orkustofnunar er úthlutun leyfa lokið samkvæmt öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu en umsóknarfrestur var til 2. apríl 2012
Orkustofnun veitti í janúar síðastliðinn annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, Íslensku kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS og hins vegar Valiant Petroleum ehf. [nú Ithaca Petroleum ehf.], Kolvetni ehf. og Petoro Iceland AS sérleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin eru veitt með vísan til ákvæða laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum, reglugerðar nr. 884/2011, ásamt upplýsingum í sérleyfisumsókn og öðrum upplýsingum frá umsækjendum.
Blaðamönnun er boðið að vera við undirskriftina