Fréttir


Orkustofnun hefur ráðið í störf sérfræðinga við raforkueftirlit sem auglýst voru í lok nóvember

10.1.2014

Silja Rán Sigurðardóttir er ráðin í starf sérfræðings í hagfræði raforkumála og Magnús Júlíusson er ráðinn í starf sérfræðings í verkfræði raforkumála.

Silja er með grunnpróf í iðnaðarverkfræði og meistarapróf í fjármálaverkfræði. Hún hefur nýlokið doktorsnámi í verkfræði við Háskólann í Reykjavík, og fjallaði lokaverkefni hennar um ákvarðanatöku fyrir sjálfbæra nýtingu lághitakerfa.

Magnús er með grunnpróf í hátækniverkfræði og hefur nýlokið meistaraprófi í vélaverkfræði / sjálfbærum orkuvísindum frá Kungliga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi. Menntun Magnúsar er því á mörkum véla- og rafmagnsverkfræði.

Stöðurnar voru auglýstar lausar til umsókna þann 21. nóvember síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 13. desember. Alls bárust 21 umsókn um stöðu hagfræðings og 8 vegna stöðu verkfræðings.