Öll útgáfa Orkustofnunar frá upphafi aðgengileg í Gegni
Nú er skönnun allra rita sem hafa orðið til hjá Orkustofnun og forverum hennar lokið. Um er að ræða allar skýrslur, greinargerðir, tímaritið Orkumál frá 1959 og fleiri útgáfur allt frá árinu 1947 sem nú eru leitarhæf og aðgengileg rafræn í Gegni. Þar með er gerð möguleg mun fjölbreyttari notkun, dreifing og margvísleg miðlun efnis Orkustofnunar á vefjum og vefsjám.
Orkustofnun hefur í starfsemi sinni í gegnum tíðina aflað margvíslegra gagna um orkurannsóknir og orkunotkun í landinu. Mestur hluti þessa efnis hefur verið gefið út í skýrslum í ritröð Orkustofnunar á einn eða á annan hátt.
Skönnun alls prentefnis stofnunarinnar hefur nú þegar sparað pappírskostnað og vinnu við meðhöndlun, afgreiðslu og lagerhald pappírseintaka, sem nemur um einu og hálfu stöðugildi frá því að vinna við það hófst 2003. Markmið Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið um rafræna stjórnsýslu hefur verið haft að leiðarljósi frá upphafi.