Fréttir


Jólaerindi Orkumálastjóra

19.12.2013

Orkumálastjóri, Guðni A. Jóhannesson, hélt árlegt jólaerindi sitt í dag þar sem orkumál heimsins var umfjöllunarefnið. Fór hann yfir helstu niðurstöður sem fjallað var um á ráðstefnu Alþjóða Orkuráðsins (WEC) sem haldin var í Suður Kóreu í október síðastliðnum.

Í erindinu kemur meðal annars fram að mikilvægasta áskorun 21. aldar sé að afla og nýta orku þannig að markmiðum um sjálfbæra þróun sé náð.  Jafnframt fjallaði Guðni um þær tvær mismunandi sviðsmyndir af mögulegri þróun orkumála í heiminum sem sett er upp af WEC.  Önnur er nefnd Jazz og hin Symphony. Nánari útskýringar á þessum leiðum má finna í glærunum og á vefsíðu WEC.

Út frá þessum tveim sviðsmyndum eru helstu niðurstöðurnar eftirfarandi:

Hlutur jarðefnaeldsneytis í heildar frumorkunýtingu

  • Jazz 2050: 77%
  • Symphony 2050: 59%

(2010: 80%)

Orkunotkunarþörf heimsins:

  • Jazz 2050: 629 EJ
  • Symphony 2050: 491 EJ

(2010: 373 EJ)

Rafmagnsnotkun á hvern íbúa um það bil tvöfaldast :

  • Jazz 2050: 5440kWh/a
  • Symphony 2050: 4600kWh/a

(2010: 2580kWh/a)

Uppsöfnuð CO₂ losun frá 2010 til 2050:

  • Jazz: 2000Gt
  • Symphony: 1400Gt

(1000Gt 1900-2004, heimild: www.wri.org)