Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellsýslu vinnur landsmót í olíuleit fyrir framhaldsskólanema
Aðalkeppnin í olíuleitinni á Íslandi fór fram í nóvember. Að þessu sinni voru sex lið sem tóku þátt frá Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellsýslu og fjögur lið frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en Orkustofnun hefur verið styrktaraðili mótsins.
Í olíuleitinni er keppt við aðstæður sem eru líkar þeim sem olíuleitarfyrirtæki vinna í til dæmis að bjóða í útboð um leyfisveitingar, keppa um og velja réttu svæðin til borunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða, finna verkfræðilegar úrlausnir og margt fleira. Liðið sem græðir mest í leiknum vinnur keppnina.
Liðið sem vann í ár er lið frá FAS en þau munu fara til London og taka þátt í lokakepninni fyrir Íslands hönd þann 25. janúar næstkomandi. Sigurliðið, Sorellas, er skipað þeim Dóru Björgu, Siggerði og Vigdísi Maríu.
Nánar um keppnina á heimasíðu FAS og hjá færeyska fyrirtækinu Simprentis sem stendur að keppninni.