Fréttir


Vefur Orkustofnunar í hópi 8 bestu ríkisvefja

3.12.2013

Vefur Orkustofnunar var í hópi átta bestu ríkisvefja en niðurstaða úttektar um bestu opinberu vefina var kynnt á degi upplýsingatækninnar.

Þessi úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga var gerð í fimmta sinn haustið 2013.  Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds (content), nytsemi (usability), aðgengis (accessibility), þjónustu (service) og lýðræðislegrar þátttöku (e-participation) á vefjum.

Sérstök dómnefnd ákveður hvaða vefir hljóta viðurkenningu og metur þá þætti sem ráða úrslitum en sérstök áhersla var lögð á viðmót og notendaupplifun. Alls voru kannaðir 265 vefir.

Þeir ríkisvefir sem urðu stigahæstir í úttektinni voru:

Ríkisskattstjóri (98 stig),

Ísland.is (96 stig),
Tryggingastofnun ríkisins (95 stig),
Veðurstofa Íslands (93 stig),
Háskóli Íslands (92 stig),
Orkustofnun (92 stig)
,
Sjúkratryggingar Íslands (92 stig)
Tollstjóri (92 stig).