Fréttir


Múlavirkjun áminnt fyrir brot á virkjunarleyfi

27.11.2013

Orkustofnun hefur í dag veitt Múlavirkjun í Straumfjarðará, neðan Baulárvallavatns á Snæfellsnesi, aðvörun  fyrir brot á vatnshæðarskilyrðum í virkjunarleyfi fyrirtækisins.

Aðvörunin er vegna brota á lögum skv. 36. gr. raforkulaga á vatnshæðarskilyrðum í virkjunarleyfi fyrirtækisins.

Jafnframt hefur Orkustofnun gert fyrirtækinu að skila vatnshæðargögnum mánaðarlega og ákveðið upphæð dagsekta, ef brugðið verði út af skilyrðum um vatnshæð.
 

Með hliðsjón af meðalhófsreglu stjórnsýslulaga var fyrirtækinu hins vegar ekki gert að greiða stjórnvaldssekt.