Fréttir


Mótmæli Greenpeace á olíuráðstefnu í Osló

12.11.2013

Erindi orkumálastjóra var truflað af mótmælendum frá Greenpeace þegar hann var að hefja erindi sitt um olíuleit á Drekasvæðinu á olíuráðstefnunni Arctic Oil & Gas Forum í Osló í morgun.


Mótmælin beindust almennt gegn olíuvinnslu á Heimskautasvæðinu en var ekki beint sérstaklega gegn olíuvinnslu á Jan Mayen hryggnum, þótt svo vildi til að þau hófust þegar komið var að erindi orkumálastjóra. Áhyggjur manna snúast mjög um ísvandamál, truflun á dýralífi og röskun á byggð á Heimskautasvæðinu sem er ekki vandamál hjá okkur Íslendingum.