Alþjóðlegt orkuþing í Suður Kóreu
Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti en Íslendingar hafa í gegnum tíðina sótt þessa ráðstefnu þar sem einstakt tækifæri gefst til að kortleggja orkumál heimsins á nokkrum dögum. Farið er yfir stöðuna á orkumálum í dag og þau tækifæri sem felast í framtíðinni. Metmæting var á ráðstefnunni í ár þar sem um 7000 manns tóku þátt ásamt um 400 blaðamönnum víðsvegar að úr heiminum.
Staða Íslendinga í orkumálum í hinu alþjóðlega samhengi er um margt ólík því sem aðrar þjóðir búa við þar sem við framleiðum til að mynda allt okkar rafmagn með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Í tilefni ráðstefnunnar hefur Alþjóða Orkuráðið gefið út skýrslu sem ber heitið “World Energy Scenarios: Composing Energy Futures to 2050” Í skýrslunni er farið yfir orkuspá fyrir heiminn en samkvæmt henni er talið að heildarframboð frumorku muni aukast um á bilinu 27-61% fram til 2050, þar sem eldsneyti verði áfram ráðandi orkugjafi á alþjóðlega vísu. Gert er ráð fyrir að eldsneytisframleiðsla muni aukast um 59-77% á sama tíma.
Alþjóða Orkuráðið gefur út ýmsar aðrar skýrslur um orkumál heimsins sem má nálgast hér