Fréttir


Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki

7.10.2013

Orkustofnun veitti Landsneti þann 20. september síðastliðinn, leyfi til að reisa og reka nýtt raforkuflutningsvirki á Klafastöðum við Grundartanga. Leyfið tekur til nýs raforkuflutningsvirkis við Grundartanga, týristorstýrðs launaflsvirkis ásamt einum 220 kV rofareit og aflspenni.

Landsnet áformar að styrkja flutningskerfið við Brennimel og tryggja þannig næga raforku fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemina á Grundartanga. Tveir stórnotendur eru tengdir við það og því um mikilvægan afhendingarstað að ræða. Landsnet hyggst byggja nýtt launaaflsvirki sem verður í sérbyggðu húsi á nýju tengivirkissvæði í landi Klafastaða við Grundartanga.

Framkvæmdirnar verða  á svæði í einkaeign innan sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar og eru í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Samkæmt lögum eru þær ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Nú þegar hefur sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar gefið út framkvæmdarleyfi sem þó eru háðar starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. 

Leyfið