Fréttir


Málþing um varðveislu landfræðilegra gagna haldið hjá Orkustofnun

24.9.2013

Í dag var haldið fjölsótt málþing á vegum LÍSU samtakanna í samstarfi við Orkustofnun. 

Umræðuefnið var varðveisla landfræðilegra gagna á Íslandi, en samstarfsnefnd samtakanna með Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni hefur starfað að þessu málefni síðastliðin þrjú ár. Haldin voru 6 erindi sem tóku yfir meginþætti fagsviðsins og urðu líflegar umræður um stöðu málaflokksins í landinu og framtíðarhorfur í varðveislumálum þessara gagna.

Orkustofnun hefur nýlega lokið fjórum samstarfsverkefnum með söfnunum á þessu sviði og var gerð grein fyrir þeim á málþinginu. Mikilvægt er talið að hrinda af stað nýjum samstarfsverkefnum safnanna með fleiri stofnunum og stuðla að því að til verði opinber varðveislustefna á landsvísu fyrir landfræðileg gögn.


Dagskrá málþingsins