Fréttir


Vistvænt eldsneyti

18.9.2013

Á fjölsóttum kynningarfundi um vistvænt eldsneyti kom fram að bæði framleiðendur og seljendur þurfa eftir lagabreytinguna að skila viðbótargögnum til Orkustofnunar. Á fundinum var farið yfir þær leiðir sem eru í boði varðandi gagnskil, hvernig útreikningum er háttað og flokkun.

Framleiðendur og seljendur eldsneytis þurfa að skila gögnum til Orkustofnunar 1. febrúar ár hvert. Við lagabreytingarnar sem samþykktar voru fyrr á árinu 2013 þurfa framleiðendur að skila til viðbótar við hefðbundin gagnaskil gögnum um hráefni sem notað er til framleiðslu eldsneytis þar sem fram kemur magn, tegund, uppruni, framleiðslugeta og stofnár framleiðslueiningar eldsneytis, og seljendur þurfa að skila til viðbótar við hefðbundin gagnaskil upprunavottorði frá viðurkenndum vottunaraðilum eða greinargerð um uppruna eldsneytis, árituð af endurskoðanda.

Nánar er kveðið á um gagnaskil til Orkustofnunar í nýrri reglugerð iðnaðarráðuneytis. Orkustofnun gefur jafnframt út leiðbeiningar um flokkun eldsneytis þar sem farið er í flokkun eldsneytis eftir notkunarflokkum og fleiru. 

Lögin skylda lágmarksorkuhlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis sem selt er til samgangna á landi:

  • 3,5% árið 2014
  • 5% árið 2015
  • Eldsneyti úr úrgangi vegur tvöfalt í markmiðinu
  • Óháð eldsneytistegund (lífdísill, metan, etanól, metanól)
  • Krafa um sjálfbæra framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis

Við gagnaskilin eru í boði tvær leiðir en nánar um þær má finna í glærukynningu sem haldin var þann 17. september á Orkustofnun og þann 18. september á Akureyri.

Eftirlit með framkvæmd laganna er í höndum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Orkustofnunar


Lög og reglugerðir

Lög nr. 40/2013 – skylda söluaðila eldsneytis að selja eldsneyti af vistvænum uppruna.

Reglugerð nr. 750/2013 – Skilgreinir sjálfbærniskilyrði

Reglugerð nr. xxx/2013 – Segir meðal annars hvernig gagnaskilum til OS skuli háttað og nánar um útfærslu laga nr. 40/2013



Frekari upplýsingar veitir Ágústa Loftsdóttir í netfanginu asl@os.is.