Kynningarfundir um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi
Kynningarfundirnir verða haldnir þann 17. september kl. 10:00-12:00 í húsakynnum Orkustofnunar og á Akureyri þann 18. september klukkan 14:00-16:00.
Á fundunum mun Ágústa Loftsdóttir hjá Orkustofnun kynna hvernig eftirliti og gagnaskilum vegna upprunavottorða, sölumagns og gagna um sjálfbærniviðmið verður háttað í kjölfar þeirra lagabreytinga sem samþykktar voru fyrr á árinu. Tilgangurinn er að bæði framleiðendur og seljendur eldsneytis geti notað þá leið sem hentar varðandi gagnaskil og vottun eldsneytis, en fleiri en ein leið er í boði.
Ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi (nr. 40/2013) voru samþykkt fyrr á árinu. Lögin skylda lágmarksorkuhlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis sem selt er til samgangna á landi:
v 3,5% árið 2014
v 5% árið 2015
v Eldsneyti úr úrgangi vegur tvöfalt í markmiðinu
v Óháð eldsneytistegund (lífdísill, metan, etanól, metanól)
v Krafa um sjálfbæra framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis
Eftirlit með framkvæmd þessara laga er í höndum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Orkustofnunar, en undanfarið hefur Ágústa Loftsdóttir hjá Orkustofnun unnið að útfærslu leiðbeininga fyrir tilkynningaskylda aðila.
Fundurinn í Reykjavík verður haldinn í húsakynnum Orkustofnunar á Grensásvegi 9.
Fundurinn á Akureyri verður haldinn í húsakynnum Akureyrarseturs Orkustofnunar, að Borgum, Norðurslóð.
Allir velkomnir