Fréttir


Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Ísafirði

11.9.2013

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi þann 15. ágúst síðastliðinn, til að reisa og reka raforkuflutningsvirki á Tunguskeiði á Ísafirði.

Þar sem núverandi tengivirki á Ísafirði stendur í vegi fyrir byggingu ofanflóðagarðs og vegna þarfa á endurnýjun áætlar Landsnet að reisa tengivirki á Tunguskeiði og lagningu tveggja 66kV jarðstrengja á Ísafirði. Í tengivirkinu verða fjórir 66kV rofareitir auk rýmis fyrir þann fimmta. Tveir rofareitir eru fyrir 66/11 kV aflspenna Orkubús Vestfjarða og tveir fyrir innkomandi háspennustrengi sem lagðir verða að núverandi Ísafjarðarlínu 1 og verða hluti af tengingum til Breiðadals og Bolungarvíkur.

Framkvæmdirnar eru ekki háðar mati á umhverfisáhrifum en Orkustofnun bendir á að þær framkvæmdir sem sótt er um leyfi fyrir eru háðar leyfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða sem og framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Þegar hefur verið aflað síðastnefnds leyfis vegna jarðstrengja.

Leyfið ásamt fylgiskjölum