Fréttir


Skýrsla um rannsóknir á Drekasvæðinu

28.8.2013

Orkustofnun gefur út skýrslu á ensku um niðurstöður rannsókna á setkjörnum frá Drekasvæðinu.

Orkustofnun stóð að leiðangri á Drekasvæðinu í ágúst 2010 í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina og norsku olíustofnunina. Í leiðangrinum var setkjörnum safnað en neðsti hluti þeirra var notaður í olíu og gasrannsóknir og efri hlutinn í aðrar rannsóknir. Í skýrslunni er fjallað um fyrstu niðurstöður setlagarannsókna á kjörnunum. Þrettán kjarnar voru rannsakaðir með sérhæfðum tækjabúnaði í Háskóla Íslands. Þar af voru sex kjarnar valdir til nánari greininga.

Í kjörnunum er mikið af upplýsingum um sögu veðurfars og hafstrauma á svæðinu sem hægt er að rannsaka frekar.

Skýrslan