Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna vegna sjávarfallavikjunar í Hvammsfirði í Breiðafirði
Orkustofnun veitti Sjávarorku ehf. rannsóknarleyfi vegna sjávarfallavirkjunar í Hvammsfirði í Breiðafirði þann 15. janúar 2010. Rannsóknarleyfið er veitt til 6 ára og gildir til 31. desember 2016.
Orkustofnun veitti Sjávarorku ehf. rannsóknarleyfi vegna sjávarfallavirkjunar í Hvammsfirði í Breiðafirði þann 15. janúar 2010. Rannsóknarleyfið er veitt til 6 ára og gildir til 31. desember 2016.
Við undirbúning að útgáfu leyfisins var leitað umsagnar umhverfisráðuneytis, Breiðafjarðarnefndar og landeigenda í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, laga um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995, og 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
Leyfið tekur til rannsókna vegna sjávarfallavirkjunar. Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að framkvæma mælingar og rannsóknir á viðkomandi svæði, sem allt er innan netlaga, á leyfistíma í samræmi við rannsóknaráætlun. Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á sjávarföllum á umræddu svæði.