Fréttir


Landsneti veitt leyfi til að reisa og reka flutningsvirki í Bolungarvík

13.8.2013

Orkustofnun veitti Landsneti leyfi til að reisa og reka flutningsvirki í Bolungarvík þann 1. ágúst síðastliðinn. Landsnet áformar að byggja varaaflsstöð sem tengist flutningskerfinu í Bolungarvík.


Þar sem núverandi tengivirki er staðsett á snjóflóðahættusvæði sækir Landsnet um leyfi til byggingar nýs tengivirkis. Þar er gert ráð fyrir rými fyrir fjóra 66 kV rofa og er áætlunin að setja upp þrjá slíka. Þar að auki er gert ráð fyrir einu aflspennurými og rými fyrir 2 Mvar spólu á 66 kV sem hugsuð er til útjöfnunar á launaafli sem myndast í jarðstreng Bolunarvíkurlínu 2. Nýja tengivirkið verður nýtt af Landsneti og Orkubúi Vestfjarða og verður staðsett  á iðnaðarsvæðinu við Tjarnarkamb, sunnnan við núverandi byggingar á svæðinu.

Jafnframt var sótt um leyfi til lagningar tveggja 66 kV jarðstrengja þar sem bygging nýs tengivirkis kallar á breytingar á núverandi Bolungarvíkurlínum 1 og 2.

Leyfið