Fréttir


Nýr forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

30.7.2013

Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 13. febrúar síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns og var Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur ráðinn til starfsins.

Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 13. febrúar síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 11. mars. Alls bárust sex umsóknir um stöðu forstöðumanns og var Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur ráðinn til starfsins með fyrirvara um samþykki rektors Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókíó. Það samþykki hefur nú borist og í framhaldi af því hefur orkumálastjóri ákveðið að Lúðvík taki við stöðu forstöðumanns frá 1. ágúst næstkomandi. Fráfarandi forstöðumaður Ingvar Birgir Friðleifsson verður að störfum fyrir skólann fram í október þegar hann fer á eftirlaun. 
Orkustofnun vill á þessum tímamótum sérstaklega þakka Ingvari Birgi fyrir hans mikilvæga framlag til þess að byggja upp skólann allt frá byrjun 1979 og skapa honum virðingu og traust. Jarðhitaskólinn hefur markað skýr og árangursrík spor í þróunarsamvinnu Íslendinga.