Fréttir


Rannsóknarleyfi veitt til jarðhitaleitar í landi Reykja

12.7.2013

Orkustofnun veitir RARIK leyfi til rannsókna á jarðhita í landi Reykja í Húnavatnshreppi.

Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að leita að jarðhita, rannsaka umfang hans, magn og afkastagetu á viðkomandi svæði í samræmi við rannsóknaráætlun. Leyfið felur ekki í sér heimild til nýtingar á jarðhita á umræddu svæði.

Leyfið gildir frá 8. júlí 2013 til 7. júlí 2018. Rannsóknir leyfishafa eða undirbúningur þeirra skal hefjast innan þriggja mánaða frá útgáfu leyfis og ljúka fyrir 7. júlí 2018.

Rannsóknarleyfið
Fylgibréf með rannsóknarleyfi