Rannsóknarleyfi veitt vegna áætlunar um virkjun í Skjálfandafljóti
Leyfið felur í sér heimild til að framkvæma mælingar og rannsóknir á leyfistímanum. Hvorki er heimild til nýtingar eða virkjunar á vatnasviði rannsóknarsvæðisins né forgangur til slíkrar nýtingar eða fyrirheit um virkjunarleyfi. Svæðið er í biðflokki samkvæmt rammaáætlun. Komi til nýtingar, þarf að flytja svæðið í orkunýtingarflokk. Leyfishafar þyrftu þá að sækja um sérstakt virkjunarleyfi og ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu eða leita eignarnáms í því sambandi.
Gildistími leyfisins er frá 19. júní til 31. desember 2017. Rannsóknir eða undirbúningur þeirra skulu hefjast innan fjögurra mánaða frá útgáfu leyfisins og ljúka fyrir 31. desember 2017. Svæðið sem um ræðir tekur til efra hluta vatnasviðs Skjálfandafljóts í Þingeyjarsveit, sem hægt er að sjá nánar á korti í leyfinu.
Rannsóknarleyfið
Fylgiskjöl með rannsóknarleyfi
Fylgibréf með rannsóknarleyfi