Fréttir


Boranir og borholur á Hengilsvæðinu

7.6.2013

Næsta miðvikudagserindi verður haldið þann 12. júní, klukkan 12:00. Björn Már Sveinbjörnsson kynnir verkefnið sem fjallar um greiningu á gangi borana í 60 vinnsluholum og 17 niðurdælingarholum á Hengilssvæðinu.

Verkefnið er hluti af framlagi Íslands í alþjóðasamstarfi á vegum IEA-GIA og IPGT og hefur verið unnið í samvinnu við Sverri Þórhallsson deildarstjóra jarðhitaverkfræði á ÍSOR fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og Orkustofnun. Í verkefninu var gerð greining á gangi borana í 60 vinnsluholum og 17 niðurdælingarholum á Hengilssvæðinu. Þar kemur fram hvernig verktími við borunina skiptist á virka borun og aðra verkþætti. Sérstaklega var kannað hvaða verkþættir fóru verulega úr skorðum og hvaða kostnaður fylgdi því. Notaðir voru Monte Carlo reikningar um borkostnað, meðaltal og staðalfrávik. Einnig var kannað forsagnargildi ádælingarstuðla um gæfni borholna og hver munur væri á grönnum holum og víðum um borkostnað og gæfni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir