Fréttir


Kínverskt olíufélag samþykkir aðild að umsókn Eykon

5.6.2013

Kínverska olíufélagið CNOOC International Ltd samþykkir aðild að umsókn Eykon ehf. um sérleyfi á Drekasvæðinu

Orkustofnun veitti Eykon ehf. frest til 1.júli 2013 til að tilgreina samstarfsaðila að umsókn sinni um rannsóknir og vinnslu, samkvæmt öðru útboði sérleyfa á Drekasvæðinu og samþykki þeirra aðila fyrir samaðild að umsókn félagsins, ásamt viðeigandi upplýsingum um umsækjendur samkvæmt útboðslýsingu.

Nú liggur fyrir að kínverska olíufélagið CNOOC International Ltd hefur óskað eftir aðild að umsókn Eykon ehf. sem framkvæmdaaðili og mögulegur leyfishafi, fallist Orkustofnun á þá umsókn. Orkustofnun mun kanna nánar fjárhagslega og tæknilega getu umsækjenda til að takast á við umrætt verkefni, í samræmi við umsókn Eykon ehf. með aðild CNOOC að henni. Málsmeðferð Orkustofnunar felst einnig meðal annars í að úthluta afmörkuðu svæði og samþykkja rannsóknaráætlun. Gert er ráð fyrir að málsmeðferð Orkustofnunar vegna mögulegrar leyfisveitingar verði lokið í haust. Noregur hefur rétt til þátttöku í sérleyfum sem veitt eru innan svæðisins sem tilgreint er í samningi milli Íslands og Noregs frá 1981.