Fréttir


Árlegur fundur um stöðu olíuleitar í norðvestur Evrópu

28.5.2013

Orkustofnun heldur árlegan fund um stöðu olíuleitar í norðvestur Evrópu á Akureyri 28.-29. maí.

Orkustofnun hefur verið þátttakandi í samstarfinu í nokkur ár og að þessu sinni skipuleggur Orkustofnun fundinn sem haldinn er á Akureyri. Um það bil 20 erlendir þátttakendur eru hér á landi vegna fundarins. Fyrir íslendinga er samstarfið góður vettvangur til að öðlast frekari þekkingu á olíumálum í Evrópu. Meðal þátttakenda eru fulltrúar stofnana og ráðuneyta í norðvestur Evrópu.

Í byrjun árs veitti orkustofnun tveimur fyrirtækjahópum leyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu. Þriðja umsóknin er enn í ferli en Orkustofnun gerir ráð fyrir að Eykon Energy tilgreini endanlega samstarfsaðila að umsókn sinni og samþykki þeirra aðila fyrir samaðild sinni að umsókninni fyrir 1. júlí. Í framhaldinu mun Orkustofnun taka umsókn Eykon Energy ofl. til lokaafgreiðslu. Þeirri málsmeðferð gæti lokið á þessu ári.