Fréttir


Sérfræðingur á sviði gagnagrunna

8.5.2013

Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði gagnagrunna

Helstu verkefni:

  • Vinna að samræmingu, innri og ytri tengslum, þróun og viðhaldi gagnagrunna í upplýsingakerfi Orkustofnunar.
  • Sinna og/eða stýra nauðsynlegri forritun til að ná settum markmiðum, svo sem á töflutengslum, sniðmáti og viðmóti (m.a. gegnum vefinn).
  • Starfa í teymi með öðrum starfsmönnum og leiðbeina við skráningu gagna í miðlægan gagnagrunn og aðra gagnagrunna  Orkustofnunar.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða annarra sambærilegra greina. Menntun og/eða starfsreynsla á sviði auðlindanýtingar eða orkumála er kostur.
  • Forritunarkunnátta í SQL, .Net, Python, Java.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita Þorvaldur Bragason, verkefnisstjóri gagnamála, (thorvaldur.bragason (hjá) os.is eða í síma 5696000) eða dr. Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri (gudni.a.johannesson (hjá) os.is eða í síma 5696000).

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til starfsmannastjóra Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða á netfang gd (hjá) os.is eigi síðar en 31. maí 2013.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.