Fréttir


Lið úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellsýslu vinnur landsmót í olíuleit fyrir framhaldsskólanema

15.1.2010

13. og 14. janúar sl. stóð færeyska fyrirtækið Simprentis fyrir landsmóti framhaldskólanema í olíuleitarherminum OilSim. 43 nemendur frá Framhaldsskólanum í Austurskaftafellssýslu og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum tóku þátt og var Orkustofnun styrktaraðili mótsins.

13. og 14. janúar sl. stóð færeyska fyrirtækið Simprentis fyrir landsmóti framhaldskólanema í olíuleitarherminum OilSim. 43 nemendur frá Framhaldsskólanum í Austurskaftafellssýslu og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum tóku þátt og var Orkustofnun styrktaraðili mótsins.

Í OilSim er keppt við aðstæðar sem eru líkar þeim sem olíuleitarfyrirtæki vinna í. M.a. fara þátttakendur í gegnum allt það sem fylgir því að fara út í olíuleitarverkefni, þ.m.t. að bjóða í útboð um leyfisveitingar, keppa um og velja réttu svæðin til borunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða, finna verkfræðilegar úrlausnir og margt fleira.

Vinningsliðið í ár var Puulsa frá FAS og skipa liðið þeir Jóhannes Óðinsson, Ottó Marvin Gunnarsson og Sigfinnur Björnsson. Sigur í landskeppninni gefur þáttökurétt í lokakeppninni sem fer fram í London þann 30. janúar nk.

Með þessu framtaki er ætlunin að vekja áhuga framhaldskólanema á olíuleitarmálum og þeim fræðigreinum sem þeim tengjast.

Nánari upplýsingar um Íslandmótið í ár má finna hér.