Fréttir


Evrópuþingið hafnar tillögu um endurbættar losunarheimildir ETS

23.4.2013

The European Renewable Energy Council (EREC) gagnrýndi fyrir helgi ákvörðun Evrópuþingsins um að hafna tillögu um endurbættar losunarheimildir ETS.

Í tillögunni er leitast við skapa traust um framtíð kolefnisverðs með því að fresta losunarheimildum frá 2013-2015 þar til þriðja áfanga ETS lýkur árið 2020.

“ Með því að styðja ekki við ETS, er Evrópuþingið í mótsögn við eigin markmið sem lúta að því að veita Evrópu öruggan, hreinan og hagkvæman loftslags- og orku ramma fyrir 2020”, sagði Josche Muth, framkvæmdastjóri EREC, í athugasemd við atkvæðagreiðslu í Strassborg.

Þá bætti hann því við að með því að hafna tillögu framkvæmdastjórnarinnar um að fresta útboði losunarheimilda um 900 milljónir væri verið að veikja ETS og því erfiðara að flytja fjárfestingar yfir í nýja og umhverfisvænni tækni.  

Rafmagnsframleiðsla frá kolakyntum orkuverum eykst árlega um allt að 50% í sumum ríkjum, sem er að stórum hluta vegna þess hversu lágt kolefnisverðið er. Með þessu er gert lítið úr evrópskum markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum þar sem kolakynt orkuver menga langmest sagði í tilkynningu frá EREC.

“ Nú þarf Evrópska ráðið að sýna forystu í loftslags - og orkumálum með því að veita metnaðarfull og bindandi 2030 markmið fyrir endurnýjanlega orku, skilvirkni og losun” sagði Josche Muth. Rétt pólitísk sýn gæti opnað fyrir fjárfestingar og gefið nýjan hvata fyrir minnkandi losun bæði nú og til lengri tíma.

Fréttatilkynninguna frá EREC má nálgast (PDF skjal)hér 

ETS er viðskiptakerfi ESB um Losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda

ETS er viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Alþingi samþykkti árið 2011 breytingar á lögum nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Þar með var stigið fyrsta skrefið í að innleiða í íslenskan rétt, reglur er varða viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda sem oftast er nefnt ETS kerfið (ETS = Emission Trading Scheme).

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda hefur verið virkt innan ESB frá árinu 2005. Viðskiptakerfið er meginstjórntæki ESB á sviði loftslagsmála og er ætlað að mynda hagrænan hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þak er sett á fjölda losunarheimilda í kerfinu og fækkar þeim frá ári til árs. Þeim mun að hluta til verða úthlutað ókeypis en að hluta til verða boðnar upp. Þess ber að geta að hverja heimild er aðeins hægt að nota einu sinni.

Viðskiptakerfið var tekið inn í EES-samninginn árið 2007 og EFTA ríkin hafa verið þátttakendur í því frá árinu 2008. Ísland var undanþegið allt til ársins 2012.

Losunarheimildir nú eru tiltölulega rúmar miðað við eftirspurn þannig að markaðsverð fyrir heimildirnar er lágt. Það leiðir af sér minni spurn eftir kolefnissnauðri orku og þar með verri markaðsstöðu fyrir íslenska orku