Fréttir


Reiknivélar Orkuseturs vekja athygli í Evrópu

19.4.2013

Á vefsíðunni New Europe er greint frá orkusparnarðarverkefni Orkuseturs undir yfirskriftinni “Icelandic excellence in web energy efficiency calculators”.

Í greininni er fjallað um þær reiknivélar sem Orkusetur hefur á undanförnum árum verið að setja upp á vefnum og er þeim veitt mikið lof fyrir. Markmið reiknivélanna er að upplýsa neytendur um orkusparnað en fróðlegt er að skoða hversu mikið hver bílferð kostar fyrir pyngjuna og umhverfið.

Í einni reiknivélinni er til að mynda hægt að reikna út hversu mikið hver bílferð í vinnuna kostar ásamt kolefnislosun. Þá er einnig hægt að bera saman hversu miklu viðkomandi gæti brennt ef farið yrði á hjóli eða gangandi í vinnuna. Ef tekið er dæmi af manneskju sem á heima í Hafnarfirði og vinnur í Reykjavík, fer í vinnuna á Toyota Rav4, þá er hún að eyða tæpum 400 krónum í bensín á dag en ef hún færi gangandi í vinnuna myndi hún eyða 0 krónum og brenna í staðinn miða við reiknivél Orkuseturs tæplega 700 kaloríum bara með því að hjóla báðar leiðir.

Nálgast má greinina sem birtist í New Europe hér (Opnast í nýjum vafraglugga)

Reiknivélar Orkuseturs hér (Opnast í nýjum vafraglugga)