Orkustofnun veitir Vegagerðinni leyfi til breytinga á vatnsfarvegi Aurár í Skaftárhreppi
Um er að ræða u.þ.b. 90 m langan og 6-12 m breiðan skurð til afvötnunar brúarstæðis sunnan vegar til móts við nýtt brúarstæði á Aurá, sem mynda mun nýjan farveg fyrir ána þeim megin að loknum framkvæmdum, og annars vegar færslu farvegar á byggingartíma og hins vegar framhjáhlaup norðan vegar, sem mynda mun nýjan farveg fyrir ána norðan megin að loknum framkvæmdum. Er bráðabirgðafærslan á farveginum í norðurátt frá veginum í formi u.þ.b. 140-150 m langs og 10 m breiðs skurðar og tengist u.þ.b. 65-70 m langt og 12 m breitt framhjáhlaup/nýr farvegur norðan vegar við norðaustur enda þessa skurðar áður en honum sleppir. Fyrir liggur vottfest samþykki landeiganda.
Leyfið er veitt með tilvísun til 1. og 2. mgr. 75. gr. vatnalaga.
Ákvarðanir Orkustofnunar er snerta mannvirkjagerð eða aðrar framkvæmdir sem fjallað er um í VI. kafla vatnalaga sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmd lögum um úrskurðarnefndina nr. 132/2011. Aðrar stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem teknar eru á grundvelli vatnalaga sæta kæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Leyfið