Fréttir


Landsmenn nota minna eldsneyti

4.3.2013

Innanlandsnotkun á olíu fór niður fyrir 500 þúsund tonn árið 2011 í fyrsta sinn síðan 1987. Hér skiptir mestu máli minni eldsneytisnotkun í sjávarútvegi en eldsneytisnotkun bifreiða og tækja hefur einnig dregist saman eftir hrun og heldur sú þróun áfram. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2012 heldur samdráttur í innanlandsnotkun áfram, þó heldur hafi dregið úr honum.

Innanlandsnotkun á olíu fór niður fyrir 500 þúsund tonn árið 2011 í fyrsta sinn síðan 1987. Hér skiptir mestu máli minni eldsneytisnotkun í sjávarútvegi en eldsneytisnotkun bifreiða og tækja hefur einnig dregist saman eftir hrun og heldur sú þróun áfram. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2012 heldur samdráttur í innanlandsnotkun áfram, þó heldur hafi dregið úr honum.

Millilandanotkun á jarðefnaolíu dróst verulega saman í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 en er farin að aukast aftur og er nú svipuð og hún var 2006. Þar munar mest um millilandaflugið enda er það stærsti hluti millilandanotkunarinnar.

Á árinu kom út uppreiknuð eldsneytisspá 2012-2050. Notast var við sama spálíkan og gert var í eldsneytisspá 2008-2050 en það uppreiknað með nýjum gögnum. Helstu niðurstöður spárinnar eru þær að gert er ráð fyrir því að tækniframfarir, orkusparnaður og nýir orkugjafar haldi í við aukna orkuþörf vegna fólksfjölgunar svo sem hvað varðar bíla og iðnað þannig að notkunin þar haldist nokkuð stöðug á næstu árum en að tækniframfarirnar verið hæggengari þegar kemur að millilandanotkuninni og þar hafi fólksfjölgun og hagvöxtur mikil áhrif á notkunina. Þegar líður á spátímabilið fara nýir orkugjafar að valda samdrætti í notkun olíu.